Hafði mig á lappir og hellti uppá kaffi. Fann fyrir sviða í hinni nösinni sem leiddi uppí slátt í gagnauganu. Drakk kaffið hóstandi með stíflað nefið ofaní bók. Setti í mig síðbúinn síðdegisverð hnerrandi.
Dreif mig á lappir eftir hressandi síðdegislúr (lesist: 2ja tíma svefn) í leppa og út í haustið. Gekk taktföstum skrefum yfir í Norðurmýri, tók slenið með mér yfir Klambratún, gekk Hlíðar í hægagangi heim.
Er alveg að fíla þessa hauststillu á veröndinni
en ætli það sé ekki skynsamara fyrir kvefaða konu að demba sér í heitt bað með kaffirestinni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli