miðvikudagur, 16. september 2015
Uppfærð jól
Heyrði jólatónleikaauglýsinguna aftur í dag. Svelgdist reyndar ekkert á kaffinu þar sem ég er nú orðin vön því að eiga von á að heyra auglýsingu tengda jólum eins og sjálfsögðum hlut í miðjum september. Taldi ekki heldur í þetta sinnið hversu oft orðið jól kom fyrir en heyrði voða sætan jólalagstúf sem ég kannaðist við, sönglaði jafnvel glaðbeitt með. Síðan heyrði ég niðurlagið í auglýsingunni og það hljómaði ekki einhvernveginn á þá leið; jólin eru komin. Ég heyrði skýrt og greinilega að niðurlagið er; jólin eru að koma. Og ég sem rauk til og hringdi í karlinn og skipaði honum að sækja jólaskrautið og svo eru jólin bara rétt si svona einhversstaðar á leiðinni! Ekki get ég hringt í karlinn og sagt honum að fara með allt heila klabbið lóðbeint niður í kjallara aftur, ég er búin að skreyta allt heima svo hvað geri ég nú?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli