sunnudagur, 22. september 2013

Hnúður með kind og kartöflupoka

 Kippti þessum hnúð upp úr garðinum í gær


og skar niður ásamt kartöflum, gulrótum, sætum kartöflum og lauk. Ýrði ólífuolíu og sáldraði salti og pipar yfir og skellti inni í ofn þar til það var farið að líta svona út


Borið fram með kindafille brúnað á báðum hliðum og skellt í ofn í 10 mínútur. Skolað niður með dágóðu rauðvíni í kartöflupoka frá Síle


Notið í félagsskap myndarlegs manns sem gerir allar máltíðir betri en aðrar.

mánudagur, 9. september 2013

Sultuslök og sykursæt

Rumskaði í gærmorgun þegar myndarlegi maðurinn minn læddist fram úr rúminu. Opnaði augun við malið í kaffikvörninni. Stökk á fætur þegar síðustu droparnir hrundu niður í könnuna. Mætti þeim myndarlega í stiganum með rjúkandi kaffibolla. Auðsótt að fá aðstoð við súkkulaðikarlagerð


Auðsótt fyrir þann myndarlega að fá aðstoð Daneyjar þrátt fyrir að vera orðin menntaskóladama og síupptekin


Þrátt fyrir annríki við að tína ber, vigta ber, þvo krukkur, sjóða ber, demba sykri í pott, sigta berjasoð, kremja hrat, hella í krukkur og loka krukkum var líka tími til að njóta karlsins sem orðinn var að köku


enda þaulvanir og því sultuslakir sultugerðarmenn á ferð


þriðjudagur, 3. september 2013

Tveggja mánaða helgi

Sofnaði á íslenskum tíma, vaknaði á Vilníus tíma. Hellti upp á kaffi, drakk kaffi. Heitur pottur og herðanudd. Fótsnyrting og rautt naglalakk. Lestur, Þjófur og hundar. Marilyn, ást og snakk. Nýbakað bananabrauð og bráðið smjör. Miðdegisverður á Borginni og brosandi foreldrar. Spenna og kvíði í bland við gleði. Rósir og rómantík


Helgi sem hófst í ágúst en lýkur í september.