sunnudagur, 26. maí 2013

Ekki svo fýld egg

Sporðrenndum fýlseggjum með morgunmatnum, já, hér skiptir ý sköpum


Bikarana keyptum við í Ástralíu þar sem úir og grúir af búsáhaldabúðum með mörgum skemmtilegum og misþarflegum eldhúsáhöldum.

Eggin voru prýðileg og ágætt alveg að hafa fýlsegg á afrekaskránni, en svartfuglseggin hlakka ég til að snæða


Skálin kemur frá ömmu Hallveigu, merkt hinum íslenska Funa. Mér þykir hún, rétt eins og svartfuglseggin, hreint dásamleg.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nammi namm. Brói er búinn að fá sinn skammt af vorinu: 4 kríuegg og eitt gæsaregg. Með eggjahljóði kveð ég héðan úr matarkistunni Hornafirði.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég á enn eftr að smakka bæði kríuegg og gæsaregg, með gaggandi kveðjum úr Reykjavík.

Nafnlaus sagði...

Ok, nú er komið nóg af eggjum..... skrif mín kæra með kveðju. Gulla

Frú Sigurbjörg sagði...

Og það fýld egg í ofanálag! Kær kveðja mín kæra og versgú!

Íris sagði...

Væri til í svartfuglsegg