mánudagur, 20. maí 2013

Lyftist þá á mér brúnin

Ég er lofthrædd. Myndi því seint láta bjóða mér miðdegisverðinn sem hér gefur að líta, þótt hann sé á Manhattan


Læt mér nægja að lifa á brúninni með því að fara á náttkjólnum út í bakarí í morgun. Tróð honum ofan í gallabuxur og henti lopapeysu yfir mig.

Fór að vísu langt niður stálstiga ofan í helli. Hring eftir hring eftir hring í hringstiga. Óttinn sparkaði sting í kviðinn örskotstund en gekk annars bærilega að hugsa um einhvað annað. Passaði mig á að horfa ekki niður


Prýðis helgi að baki. Fríið samt ekki búið. Þess vegna ætla ég í heitt bað með Campari Crush á baðbrúninni


Nýt þess að lifa á minni brún á Samhattan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Niðurlagið hljómar mjög vel! kv. í kotið frá okkur Bróa