föstudagur, 8. mars 2013

Vetrarnasl

Arkaði slabb og  snjó í gær. Hitnaði á göngunni í rigningunni. Kom heim með andlitið vindbarið og hárið blautt. Þurr í fæturna.

Sá myndarlegi hristi fram heitan rétt sem fékk roða fram í kinnar 

Sjá uppskrift hér.

Sá myndarlegi vildi setja eina tsk af chilli í stað 4, ég fékk mínu fram með 2. Ein hefði verið fullnóg en fyrir vikið varð heiti chilirétturinn að heitum chilirétti.

Eftir ark alla aðra daga vikunar kom ég bílandi heim í kvöld með lambafillé í töskunni sem sá myndarlegi saltaði og pipraði. Slatti af grófu salti sett á fituröndina og sú hlið steikt á pönnu í 3-4 mín og rétt örlítið steikt á hinni hliðinni áður en kjötið var sett inn í ofn í 5-10 mín


Með þessari dásemd bar sá myndarlegi fram bragðmikið kartöflugratín sem toppaði máltíðina. Ogjújú, salvíusveppasósunni sem sá myndarlegi hefur í ófá skiptin gert og fæst ekki linkur á hér því sú uppskrift skröltir í haus þess myndarlega.

Þannig er nú það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djeskolli er þetta girnilegt. Bestu kveðjur í bæinn frá okkur Bróa

Íris sagði...

Þessi lestur varð eiginlega til þess að munnvatnskirtlarnir urðu ofvirkir.