mánudagur, 4. mars 2013

Já, blástu bara

Meira sem það var hressandi að arka heim úr vinnunni. Að koma heim með eldrautt andlit og kuldabarða leggi. Heppin að hafa lappir sem bera mig og seiglu til að berjast við veðrið. Frekar myndi ég 57 sinnum í röð vilja arka garrann mér til hreyfingar heldur en hamast inni í líkamsræktarstöð. Þakklát mömmu sem endalaust nennir að prjóna handa mér fallegar lopapeysur.

Sit og hlusta á gnauðið. Inni í hlýleika kerta og myndarlegs manns. Skítt með það þó enn sé kuldahrollur í tám og fingrum. Lífið er fjári gott þótt hann blási


2 ummæli:

Íris sagði...

þessi færsla var allt annað en kuldaleg, þó hann blási :)

Nafnlaus sagði...

Já og nú blæs hann sko hressilega. Kærust í bæinn frá okkur Bróa