laugardagur, 31. desember 2011

Gaml-árs gjöfli

Ligg í rauðum rúmfötum með malandi kött, fallegan fýr, rjúkandi kaffi. Var að klára orðasinfóníu Vigdísar Gríms. Stuttklippt á síðasta degi ársins. Ári sem ég mun kveðja sátt í sinni. Tilhlökkun til þess næsta.
Áramót spila á skemmtilega strengi í brjósti og maga. Strengjasláttur um nýtt upphaf í bland við allt það gamla. 2011, 2012, þrettán eða fjórtán. Skiptir í sjálfu sér ekki máli. Ég vil bara áframhald.

Ástfangin, hamingjusöm, þakklát, glöð.

3 ummæli:

Íris sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir blogg- og fésbókarvinskap á árinu sem er að líða. Kannski eigum við eftir að hittast annarstaðar en í rafheimum ;)

Ragna sagði...

Ég óska þér gleði og hamingju á nýja árinu Katla mín og þakka þér fyrir að vera mér tryggur vinur bæði á heimasíðunni minni og á Fésinu. Vonandi kíkir þú svo einhverntíman inn í kaffisopa hjá mér.
Kær áramóta kveðja með góðum óskum einnig til þess myndarlega og megi hamingjan blómstra hjá ykkur á nýju ári sem aldrei fyrr.

Frú Sigurbjörg sagði...

Sömuleiðis kæra Íris; hittingur í alvörunni kominn á framtíðarplanið ; )

Elsku Ragna, kærar kveðjur frá okkur Pétri. Við eigum alveg örugglega eftir að taka þig á orðinu og birtast í kaffisopann á nýja árinu : )