Fór til Ólafsvíkur um helgina og knúsaði nýju frænku mína sem er álíka létt og tvistpoki og sæt sem sykurpúði. Fór líka og skemmti mér dáyndisvel í Röstinni á Hellissandi, söng og tjúttaði með systrum mínum og dáðist að myndarlega manninum mínum á dansgólfinu.
Það er gott að eiga glás af góðum systrum
og ekki síðra að fara með sætasta stráknum af ballinu heim
Heim á næsta hótel þar sem ég svaf eins og grjót meðan rokið og rigningin hamaðist í dansi. Fékk mér svo svínahamborgarhrygg í morgunmat.
Og aftur líður að helgi. Merkilegt nokk. Næstum jafn merkilegt og að ég ætli til Ólafsvíkur aðra helgina í röð.
5 ummæli:
hlakka til að sjá þig aðra helgi í röð elsku frænka ;) kv ólafía
Sömuleiðis elsku skottan mín : *
Já Katla mín, þú ert svo sannarlega heppin að eiga svona margar systur sem þú getur skemmt þér með - að ógleymdum þeim myndarlega. Góða ferð og skemmtu þér vel aftur núna þegar þú endurtekur leikinn.
Kær kveðja
Flottur systrahópur og vá hvað kjóllinn þinn er fallegur. Það þykir víst ekki sjálfsagt að fara heim með þeim fallegsta á ballinu svo þú ert ólýsanlega heppin :) Ef þú skildir skella þér í bakaríið í Ólafsvíkinni þá bið ég kærlega að heilsa bakaranum og fólkinu mínu í víkinni.
Takk Ragna mín, ég er sérdeilis lukkuleg með þennan hóp, líka hann pabba minn sem situr þarna á móti Pétri. Og seinni ferðin vestur, þar sem sæti twistpokinn hún frænka mín var skírð Bergrún Emma, var ekki síðri.
Íris, talandi um bakarí þá átti ég alveg eftir að segja þér að ég elskaði snúðinn með harða súkkulaðinu sem fékst eingöngu í bakaríinu í Ólafsvík þegar ég var krakki! Kjólinn fékk ég hjá Rauða krossinum, hann stóð sperrtur á gínu í glugganum og kallaði á mig yfir Laugaveginn: )
Skrifa ummæli