Ætlaði að baka kökuna sem ég bakaði ekki síðustu helgi í kvöld. Fann hvergi bananana sem ég er búin að nostra við í stífu þroskunarferli. Grunar að hreindýrinu okkar hafi fundist það þjóðþrifaverk að fleygja þeim. Allavega tveimur, ekki ólíklegt að sá þriðji hafi sjálfur skriðið í tunnuna enda elstur og orðinn mikið bóhem.
Ég neyddist því til að steikja bollur og sjóða spaghettí. Engin kaka í kvöldmat hér
Svona er að þrífa ekki sitt eigið heimili.
5 ummæli:
Góð ;) Það hafa greinilega ekki allir skilning á því hvað eru gersemar hihihi
Alltaf góð Katla mín og alltaf að matreiða og baka hvílíkar krásir að það er rétt svo að ég þori inn a bloggið þitt því það kostar svo mikla löngun í eitthvað góðgæti.
Nei, ætli Pólverjar baki ekki bananabrauð?
Takk Ragna mín og áfram kvel ég þig, þó ekki með minni matseld, svona til tilbreytingar.
eða svona: http://brallibauk.blogspot.com/2005/02/bananar-ja.html
eða: http://brallibauk.blogspot.com/2010/02/bananaponnukokur.html
:D
Girnilegt brall! Á örugglega eftir að brallast í framtíðinni.
Skrifa ummæli