miðvikudagur, 9. nóvember 2011

Bananaþrái.

Ætlaði að baka kökuna sem ég bakaði ekki síðustu helgi í kvöld. Fann hvergi bananana sem ég er búin að nostra við í stífu þroskunarferli. Grunar að hreindýrinu okkar hafi fundist það þjóðþrifaverk að fleygja þeim. Allavega tveimur, ekki ólíklegt að sá þriðji hafi sjálfur skriðið í tunnuna enda elstur og orðinn mikið bóhem.

Ég neyddist því til að steikja bollur og sjóða spaghettí. Engin kaka í kvöldmat hér


Svona er að þrífa ekki sitt eigið heimili.

5 ummæli:

Íris sagði...

Góð ;) Það hafa greinilega ekki allir skilning á því hvað eru gersemar hihihi

Ragna sagði...

Alltaf góð Katla mín og alltaf að matreiða og baka hvílíkar krásir að það er rétt svo að ég þori inn a bloggið þitt því það kostar svo mikla löngun í eitthvað góðgæti.

Frú Sigurbjörg sagði...

Nei, ætli Pólverjar baki ekki bananabrauð?

Takk Ragna mín og áfram kvel ég þig, þó ekki með minni matseld, svona til tilbreytingar.

Nafnlaus sagði...

eða svona: http://brallibauk.blogspot.com/2005/02/bananar-ja.html

eða: http://brallibauk.blogspot.com/2010/02/bananaponnukokur.html

:D

Frú Sigurbjörg sagði...

Girnilegt brall! Á örugglega eftir að brallast í framtíðinni.