fimmtudagur, 23. júní 2011

Hörður

Fyrir ríflega tveimur áratugum hringdi drengstauli dyrabjöllunni á æskuheimili mínu og spurði eftir Möggu systur minni. Ég skildi hann eftir úti á stéttinni og gólaði á systur mína að það væri feitur, sköllóttur kall að spyrja eftir henni.

Síðan þá höfum við ekki losnað við hann. Tengdasynirnir hafa komið og farið. Jafnvel komið aftur og farið aftur. Tengdasonur nr. 1 á nafnbótina skilið fyrir að standa keikur og láta engan bilbug á sér finna. Honum hefur þó hvorki tekist að verða sköllóttum né feitum, en í dag tókst honum að verða fertugur.

Og áfram lætur hann engan bilbug á sér finna; vippar sér í stúdentspróf og háskólanám langt genginn á fertugsaldur, hefur óbifandi metnað í Risk og heldur áfram að leika sér að bílum


3 ummæli:

Lífið í Árborg sagði...

Skemmtileg frásögn þetta.

Ragna sagði...

Megi hann standa keikur undir nafnbótinni um ókomin ár og vitanlega fær slíkur maður líka hamingjuóskir á afmælinu.

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Þórunn.

Ég vona hann standi áfram keikur Ragna, ég kann nefninlega vel við hann. Svo er maður jú líka orðinn svo vanur honum ; )