miðvikudagur, 15. júní 2011

Mál-verk

Málverkin okkar sóma sér bara vel uppi á vegg. Mikill léttir. Mér láðist nefninlega að nefna það í færslunni á undan að við vorum bara búin að skoða málverkin á veraldarvefnum. Fórum sko ekkert í galleríið til að bera þau berum augum. Ég var því ósköp fegin að fá góðu tilfinninguna fyrir myndunum þegar ég sótti þær daginn eftir; þessa þarna góðu sem fær mann til að laðast að listaverki. Og sú þriðja og kostnaðarsamasta og sem ég hafði mestu spennuna fyrir og sá myndarlegi reitti fagurt hár sitt fyrir á hótelherbergi í útlöndum, er æði. Sjónrænn segull. Príma falleg og fríð.

Hjúkket.

Talandi um mat, þá bakaði ég hana þessa fyrr í kvöld


Baka með kúrbít og geitaosti með ösku. Þeytt egg, mjólk, salt, pipar og timían eins og hleyptir lúxus ábrestir á milli. Hún er líka æði. Sjónrænn segull (sjáið bara sprungurnar íostinum og hrukkurnar í kúrbítnum, mana ykkur í að smella á myndina til að stækka). Príma falleg og sérdeilis góð.

Hjúkket.

3 ummæli:

Lífið í Árborg sagði...

Ha, ha ég hélt fyrst að þetta væri mynd af málverki, þú ætir alveg stækkað þessa mynd og látið ramma hana inn.
Bestu kveðjur til ykkar málverkakaupara.

G. Pétur sagði...

Góð hugmynd, þetta er fantaflott mynd hjá Kötlu.

Frú Sigurbjörg sagði...

Það hefði verið gaman að deila þessari ljúffengu böku með ykkur Palla. Bestu kveðjur yfir til ykkar og þakka myndahólið : )

Takk ástin mín, glöð að deila böku með þér : *