sunnudagur, 5. júní 2011

Fórum í dag í Gerðarsafn og stóðum andaktug yfir hverju einu og einasta verki Barböru Árnason sem þar eru til sýnis í aldarminningu hennar


Þið ykkar sem ekki hafa lagt leið ykkar í Kópavoginn að hitta köttinn Randver, Narfakotssystkinin, strákana í Melaskólanum og skoða borgarljósin skuluð drífa ykkur. Strax.


Sýningunni hefur verið framlengt til 15.júní og hún er stórkostleg.

2 ummæli:

Kristín í París sagði...

Ég uppgötvaði þessa konu á vatnslitasýningunni á Kjarvalsstöðum fyrir einhverju eins og ári eða tveimur (tímaskyn mitt er ekki gott). Ég er að kálast úr öfund yfir þessari sýningu og skil ekkert í þeim að framlengja henni ekki út sumarið, fyrir mig.

Frú Sigurbjörg sagði...

Óskiljanlegt með öllu Kristín! Ég var að uppgvöta hana þarna og hvílík dásemd. Hvenær verður þú á landinu?