sl helgi og reiknaði frá mér allt vit. Inn á milli hvíldi ég hugann með því að dást að fallega grenitrénu með fallegu könglunum, fór í heita pottinn, dáðist að litrófi himinsins sem fór úr svargráu í vatnslitablátt, naut þess að hlusta á Meðalfellsvatnsgutlið, dáleiddist af snjókornunum, án þess þó að leiðast neitt, og dáðist að sólsetri, stjörnubjörtum himni og myndarlega manninum mínum.
Ekki veit ég hvaða mikil- og stórmenskubrjálæði heltók Sigurbjörgina er hún skráði Kötluna í erkiansansóvinakúrsinn, í lotukerfi* í þokkabót. Voru báðar tvær bitnar í rassgatið síðdegis með óhjákvæmilegum afleiðingum; prófi.
Búin að njóta þess vel og vandlega í kvöld að hangsa án samviskubits.
*Námsefnið kennt á helmingi styttri tíma.
4 ummæli:
Hljómar vel þessi bústaðarferð, fyrir utan stæ.fræðina :)
Fyrri parturinn hljómar dásamlega.... Sá seinni tortúr upp á hið ástkæra. Kærust í bæinn. Gulla Hestnes
Úff hvað það er gott að vera ekki í þínum sporum í lotukerfi. Kósýheit og rómantík í sumarbústað hljómar miklu betur.
Gangi þér vel Katla mín.
Já, ég hefði sannarlega kosið eintóm kósiheit og rómantík í bústaðnum, en ferðin og tortúrin borguðu sig. Takk fyrir kveðjurnar : )
Skrifa ummæli