bjó til rosalega góða hvíta köku með súkkulaðibitum og hvítu kremi. Hún drakk alltaf kaffið sitt úr glasi. Hún tók alltaf vel á móti gestum og veitti vel af mat. Hún átti sjálf engin börn en ól samt upp þrjú. Henni þótti vænt um dýr og átti bágt með að vera nálægt dauðum skepnum. Það var gaman að vera í sveit hjá henni. Hún leyfði mér alltaf að reka beljurnar, dansa við hundinn og bannaði mér aldrei að gefa honum brenni; bað mig bara um að gefa honum ekki mikið. Svo leyfði hún mér alltaf að hlusta á plöturnar sínar þegar ég kom í heimsókn. Hún var hörkudugleg og líka glettin. Hún var mikil blómakona og á enn fallegasta garðinn í Borganesi. Svo þótti henni voða vænt um pabba minn.
Imba var fædd í mánuðinum mínum og kvaddi í honum líka. Mér skilst að Imba frænka mín sé jafngömul mér á þessari mynd
Þetta er ekki Imba eins og ég þekti hana, en þó þekki ég svipinn vel. Mér þykir vænt um hana.