fimmtudagur, 26. nóvember 2009

Þrjú í Túni

Að mylja nachos-flögur í eldfast form er skemmtilegt. Rauður litur salsa-sósunnar er flottur í bland við gulann lit osta-sósunnar. Að hella hrísgrjónum í bolla úr sneisafullum glerdunk er skaðræði. Það má vera að til sé sérstök taktík við slíkar kringumstæður. Ég kann hana ekki. Enda set ég bara þvottaklemmu á endann á hrísgrjónapokanum í eldhúsinu mínu.

Flasa, nánast fullkomun, Pop-tarts, Kool-aid, heimaverkefni og skyndibiti voru allt lystaukandi umræður, þó klárlega hafi vantað einn. Maturinn og enda bærilegur


þriðjudagur, 24. nóvember 2009

Tjáning

Las í Fréttablaðinu í gær að kettir noti mal til að fá sínu framgengt. Við Sam-tún-endur látum þá speki ekki slá okkur út af laginu. Mjálm og mal eru ekki einu tjáninga-leiðir kattarins til að fá sínu framgengt





miðvikudagur, 18. nóvember 2009

Innflutt útlenska

Rakst á þetta í innfluttu eplahrúgunni í Hagkaup



Tvennt sem kemur til greina; pólitískur áróður eða lausnin á krossgátunni.
Hlýtur að styttast í pólitískan áróður DO í sunnudags-gátunni.

sunnudagur, 15. nóvember 2009

Gnauðar

Í hvínandi rok-kulda er notalegt að eiga bleika, fóðraða inniskó frá mömmu, kaffi frá Haiti, baka sandköku, fá góða gesti í kaffi, leggja sig, malla heita mexíkó-súpu, eiga myndarlegasta kærastann sem hlýjar manni inn að beini, hlý teppi og kúr á sófanum

miðvikudagur, 11. nóvember 2009

Blússandi

Fékk sætt sms sem hlýjaði mér inn í bein í dag er ég stóð i Eymundsson og fletti sætri skruddu. Myndarlegi maðurinn færði mér rauðar rósir er ég kom heim eftir vinnu. Drengirnir völdu hjartalagaðar piparkökur í búðinni. Ég færði skruddu að gjöf. Blússandi rómantík á heimilinu



Í ofanálag gerði myndarlegi maðurinn sér lítið fyrir og flamberaði kvöldmatinn eins og enginn væri morgundagurinn.

sunnudagur, 8. nóvember 2009

Lakkrís-draumur

Dreymdi í nótt ég ætti lakkrís. Glænýjann og girnilegann lakkrís. Litla svarta bita, rörbita með gulu og bleiku marsípani að utan, og lakkrís í laginu eins og lítil hús með bleikum og gulum marsípanröndum á. Ég hafði í mikið meir en nógu að snúast, þurfti að flokka pappíra og fara yfir talnarunur, afgreiða í búð og kenna Möggu systur minni að coordinate-a, leysa ráðgátu og leggja sjálfa mig í lífshættu, fara sem nemi til Danmerkur með lest og keyra þaðan til Bandaríkjanna. Ég komst að lokum aftur að skrifborðinu mínu og sá að það var bara kltími eftir af vinnudeginum. Ákvað að tími væri kominn á lakkrís. Valdi tvo litla svarta bita og stakk þeim upp í mig. Byrjaði að tyggja og... - var vakin af kærastalufsunni! Og nei, hann var ekki að færa mér kaffi í rúmið. Sem er líklegast ágætt miðað við kaffi-aðferðir gærdagsins.

Hebði betur kaupt mér lakkrís í Kolaportinu í gær.

laugardagur, 7. nóvember 2009

Kaffi kaffi kaffi



Eftir að hafa hellt upp á rjúkandi kaffi og hent könnunni þar á eftir í gólfið



er myndarlegi maðurinn búinn að komast að því að það er ekki sársaukalaust að fá sjóðandi kaffi yfir leggina á sér



að kærastan gleðst yfir óförum annara



og að kaffi gengur með okkur mest allt lífið, en skilur sjaldnast eftir sig spor

fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Starfs-lýsing

"Stundum hélt ég, að hún væri blátt áfram búðarstúlka, sem væri að reyna að leika eitthvert undraæfintýri, - láta menn halda, að það væri eitthvað afar dularfult við sig, gengi á það lagið, að dularfult kvenfólk dregur ómótstæðilega að sér athygli karlmanna, en við nánari og rólegri athugun sannfærðist ég um, að hún væri snyrtikona, að líkindum af háum stigum, og að einhverskonar sorgarsaga lægi eins og rauður þráður í gegn um alt samtal hennar við mig og væri orsök þess, að hún duldi mig þess, hver hún var."

NJÓSNARINN MIKLI
Skáldsaga

miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Frij

Hef vafrað um netið, sungið með ABBA-plötunum hennar mömmu og hugsað um að læra. Drukkið mikið af kaffi, vaskað upp og dáðst að nýjustu Skafta-framkvæmdunum. Spáð í uppskriftir, labbað lengri leiðina í búðina og bakað kókos brownies. Verið baðmjúk, þegið tánudd og látið mig dreyma. Frí eru fyrirtaks fyrirbæri.