sunnudagur, 14. júní 2009

Endurfundir

Tæmdi uppskriftaeldhússkúffuna og sorteraði í Wham-möppuna mína í kvöld. Kjöt, pasta, grænmeti, sósur, sallöt, brauð, kökur, drykkir. Drullumallið hennar mömmu, kakósúpan hennar ömmu, lasajnað hennar Boggu, jógúrtkökurnar hennar Míu og fullt, fullt meira. Puttana klæjar í að elda og kverkunum þyrstir í rauðvín. Þorstinn gæti þó einnig stafað af kvöldlöngu söngli með hljómplötunum mínum. Dr. Hook, Grease, ABBA, Paul Young, Dido, Jimi Hendrix og George Michael á 45 snúningum. Nærbuxur til þerris á ofninum og grasið hinumegin við gluggan sumargrænt. Indælt.

Engin ummæli: