Nú er farið að gjósa og skyldi engan undra, frúin ber jú eldfjallanafn með rentu. Enda hefur hún leyft sér að dreyma og þora að ekki bara dreyma heldur ætlar hún sér einnig að láta drauma rætast. Skrefin eru misstór og misþung og á stundum hefur frúin stigið heldur varlega til jarðar og tekið sér langan umhugsunarfrest. Það er ekki alltaf einfalt að synda á móti straumnum og oftar en ekki er stærsta hindrunin enginn önnur en kona sjálf. Því hefur frúin nú ákveðið að stinga sér til sunds og láta reyna á sundgetuna.
Ekki seinna vænna, fyrstu lesgleraugun eru komin í hús
Nú legg ég aldeilis ekki meira á ykkur hlustendur góðir, nóg er víst komið af skjálftavaktinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli