Vetur og vor takast á þarna úti. Er búin að komast að því að hundslappadrífa er þegar veðurguðirnir geta ekki ákveðið sig hvort það eigi að demba yfir okkur rigningu eða snjó, snjó eða rigningu. Skínandi sól inni á milli.
Í hugskotinu takast skipulagning og tilhökkun á. Svo margt sem þarf að huga að, í vinnu og hér heima. Tilhlökkunin á það til að brjótast fram fyrir skynsemina og kannski ekkert að því.
Af blástursmálum frúarinnar ber þar helst að nefna að kerlingin lúrði á hárblásara sem hún fékk í fermingargjöf þarna um árið. Braun silencio 1600, nett grá græja, hljóðlát og brunafýlulaus.
Hvenær fermdist frúin? Öhm.......
1 ummæli:
Hún hefur fermst á þeim tīma þegar tæki voru framleidd til að endast lengur en tvævetur.
Skrifa ummæli