þriðjudagur, 1. júlí 2014

Það skiptast á skin og skúrir

sagði eitthvert gáfumennið á einhverjum tíma og síðan þá hafa mannskepnurnar hér á fróni keppst við að endurtaka frasann. Skyldi engann undra, sannleikur nokkur í þeim orðunum eins og veðrið keppist við að sýna okkur, að maður kona tali ekki um sjálft lífið.

Síðan síðast er ég búin að lesa 3 sæmilegar bækur eftir Íslending og ævintýralega sérstakar sögur eftir Spánverja, eftirstríðssögu í Hamborg eftir Breta og gamaldags krimma í Svíþjóð eftir Dana. Hugsa enn til frú Holst. Daninn sá hefur hæfileika til að skrifa sögur, óháð skini og skúrum.

Engin ummæli: