þriðjudagur, 15. október 2013

Hverjum síminn glymur

Ef síminn hringir í tíma í skólanum sem ég er í þarf símaeigandinn að koma með tertu í næsta tíma á eftir. Í síðasta tíma þegar gemsinn fór að gelta hjá nöfnu minni sem situr fyrir aftan mig hljóp kátínan hratt og dillandi um skólastofuna. Alla hlakkar til næsta tíma, kennarann líka. Svona er hægt að búa til góðar reglur.

Talandi um kennarann þá kætir hann mig í hvert skipti sem hann segir fjegur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Satt segir þú. Þetta er skemmtileg regla. Fjegur og hebbði eru dásamleg orð með kærri frá okkur Bróa.