sunnudagur, 21. apríl 2013

Kampavín & rjómi

Tók á móti þeim myndarlega meða hreindýrafille og kirsuberjasúkkulaðisósu


Í morgunn vaknaði sá myndarlegi organdi á kampavín með kaffinu, gjörspilltur af eftirlæti


Að sjálfsögðu lét ég það eftir honum ásamt appelsínusúkkulaðiköku með berjum og rjóma


Eins og þetta væri ekki nóg teymdi ég hann líka á Borgina í dásamlegan hádegisverðarfjarka 


Að skála í kampavíni að morgni af því bara er næstum því jafn skemmtilegt og að vera ástfanginn


en bara næstum því.

2 ummæli:

Íris sagði...

þvílíkt dásemdar dekur

Frú Sigurbjörg sagði...

Við erum dekur-dýr og ekki skemma þessar fréttir fyrir; http://bleikt.pressan.is/lesa/thrju-glos-af-kampavini-a-viku-geta-baett-minnid/