laugardagur, 20. október 2012

Um bleikt Holt og appelsínugular hæðir

Var vakin af þeim myndarlega í morgun. Ekki bara færði hann mér rjúkandi kaffi, hann gaf mér líka pakka. Bleikan pakka sem tældi brosið fram á svefnpurku með úfið hár


Eftir rjúkandi kaffibolla var svefnpurkan rekin á lappir og sagt að fara í leppa. Og ekki bara e-a leppa, fína leppa. Sem betur fer hlýddi ég og tjónkaði við hárið á mér að auki. Sá myndarlegi dubbaði sig upp í bestu jakkafötin og dreif svefnpurkuna sína í hádegismat á Holtið


Eftir listaverk í forrétt, kvöldmat í aðalrétt og brenndan rjóma í eftirrétt sveif ég svo glerfín á kjörstað með þann myndarlega upp á arminn.

Var enda jákvæð að flest öllu leyti, nema einu.

3 ummæli:

Íris sagði...

Ekki amalegt að vera vakin svona.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ónei, mesta furða að ég vaknaði sjálf í morgun OG fór á lappir til að hella uppá.

Frú Sigurbjörg sagði...

Hví nafnlaus nafnlaus?