"Þú ert viðbjóðsleg manneskja. Helst rotta af eitthverjari tegund"
Ég sjálf tók mér orðið viðbjóðsleg í munn til að lýsa væmni minni, sem er hrein skírskotun í orð sem ég hef séð skrifuð til að lýsa væmni annara. Gubbið var einnig skírskotun í orð sem ég hef séð skrifuð til að lýsa viðbrögðum við væmni annara. Mér er enn slétt sama um fólk sem þolir ekki væmni og hamingju annara, en mér ekki slétt sama um að sjúk mannvera sé að senda mér slíka athugasemd. Eins og heiglum er háttur er athugasemdin að sjálfsögðu nafnlaus. Sá/sú sem hatar mig svona mikið hefur auðvitað ekki kjark til að gera slíkt undir nafni og koma hreint fram fyrir dyrum. Gott og vel.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er ég, og ég er ánægð með og sátt við sjálfa mig. Ég er lukkunnar pamfíll sem nýt alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða; einlægrar ástar og mikillar hamingju.