fimmtudagur, 2. apríl 2009

Ofur-laun-in

Fékk 126.000,- útborgað. Greiðsluþjónustan heimtaði 137.000,- Ég myndi ekki endilega kalla mig bjartsýnismanneskju. Svartsýnismanneskja er ég hinsvegar ekki. Þess vegna skar ég niður rauðlauk, hvítlauk, grænar ólafíur, tómata, rauða papriku og sveppi í staðinn fyrir að skera mig á púls. Mallaði þessu saman við túnfisk, dósatómötum með basil, spaghetti, væli kattarins og íslenskum djassi. Borið fram með parmeson, heitu brauði og rauðvíni. Notið í félagsskap myndarlega mannsins. 

Enda átti ég smá aur á reikningnum mínum sem brúaði bilið. Í þetta sinn. 

Engin ummæli: