þriðjudagur, 20. janúar 2009

Like a Virgin

Af hverju má Madonna ekki líta út eins og hún sé fimmtug?
Rosalega er ég leið á því það sé ekki í lagi að eldast.
Ég var svo leið á að heyra sífellt þann lélega brandara um að; ú, ég væri að verða þrítug eins og ég fengi e-a holskeflu í andlitið við að færast yfir á annann tug, að ég ákvað að halda ekki upp á það. Hins vegar hélt ég upp á 31 árs afmælið mitt með pompi og prakt til að fagna því, ég væri loksins komin á fertugsaldurinn. Ég veit ég er enn bara þrjátíuoge-ð, en ég er samt búin að ákveða að taka hverri hrukku fagnandi og halda áfram að hlægja eins og ég get, þrátt fyrir hlátur-hrukkurnar sem gætu setið eftir við það. Ég bíð ennþá spennt eftir fyrsta gráa hárinu mínu og skil reyndar ekkert í því af hverju það lætur bíða svona eftir sér. Ég ætla nefnilega að halda góða veislu þegar það birtist.
Það að bera aldur sinn vel þýðir ekki að vera svona unglegur þrátt fyrir aldur. Það þýðir að bera aldur sinn með reisn. Í mínum heimi altjént þýðir það það.

Ég er annars rokin í söngtíma og þar á eftir þramma ég beina leið niður á Austurvöll!

Engin ummæli: