miðvikudagur, 26. nóvember 2008

Ble

Ég rétt náði í restina af borgarafundinum í Háskólabíó eftir tónleikana á mánudaginn. Rétt náði að sjá Geir tjá sig við fréttamann að hann væri bara hissa á hversu margir hefðu mætt, og snúa svo út úr spurningu án þess að gefa nokkurt svar. Reglulega upplífgandi að sjá forsætisráðherrann setja sig í sömu ömurlegu stellingarnar, þrátt fyrir húsfylli af ósáttum íslenskum borgurum.

Ég er annars enn mjög stolt af myndarlega kærastanum mínum.

Engin ummæli: