...hugkvæmdist mér ekki að klæðast neinu bleiku. Lengst framan af degi áttaði ég mig ekki einu sinni á því að bleiki dagurinn væri upprunninn, það var ekki fyrr en bleiku myndirnar byrjuðu að hrúgast inn á fésbókina sem á frúnna runnu óbleikar grímur. Skortur á bleikum fataplöggum var ekki fyrirstaða en skortur á hlýjum bleikum fataplöggum var það hinsvegar svo engin var bragarbótin. Og þó, áttaði mig á því er ég steypti í mig krabbameinslyfjunum um kvöldið að pillurnar atarna eru bleikar, ljósbleikar, en nógu bleikar til að teljast með og geri aðrir betur.
Vika liðin síðan ég setti undir mig hausinn og setti mig í kunnuglegar stellingar, gekk inn á kunnuglega deild og settist í kunnuglegan stól. Andlitið á hjúkrunarfræðingnum þekkti ég frá síðustu lyfjameðferð. Ég hafði sagt við einhverja vinnufélaga mína að ég kæmist ekki með þeim á októberfest þetta árið því ég yrði upptekin í kokteilboði sama dag, fannst því gráupplagt að bregða á leik og fá hjúkrunarfræðinginn minn til að smella af eins og einni mynd af mér til að senda á vinnufélagana góðu með stuð- og partýkveðjum
![]() |
| Hanastél dagsins - moðvolgur Spítalagate með sítrónutvisti |
Sagt er að öllu gríni fylgi einhver alvara, mér finnst að alvöru megi líka fylgja gleði.
