Stóð í baðkarinu áðan og furðaði mig á hvað vatnsbunan var heit. Alveg þar til ég uppgvötaði að kraninn var stilltur á 50, þá fyrst fann ég að það var brennandi heitt en ekki bara óvenju heitt. Meira hvað maður er ósjálfbjarga þegar betri helmingurin bregður sér af bæ. Ligg í skítakulda í bælinu og næ ekki að halda hita á sjálfri mér. Get heldur ekki horft á sjónvarpið því það er stillt á dvd-ið sem er ágætt, ég skelf þá bara af kulda en ekki hræðslu líka. Væri vís með að horfa á e-ð skerí glæpastöff ef ég kynni að gera e-ð meira en bara kveikja og slökkva á bannsettu viðtækinu.
Á morgun kemur sá myndarlegi heim. Ætla að gefa honum upphitað lasanja og senda hann með soninn beina leið á Ísland - Noregur. Þeir feðgar munu áreiðanlega njóta vel, hvorugur er áhugamaður um fótbolta.
Djöfuls skítakuldi. Ætti ég að sofa í sloppnum?