Grey-Geir var hissa á því hversu margir mættu á borgarafundinn í Háskólabíó sl. mánudag.
Aumingja-Árni er undrandi á yfirlýsingum Gylfa Arnbjörnssonar um að hann (ásamt reyndar fleirum) eigi að segja af sér vegna bankahrunsins.
Þeir virðast líka eiga það sameiginlegt að finnast hvorugur bera ábyrgð á því ástandi sem ríkir í þjóðfélagi okkar í dag, að þeir eigi að sitja sem fastast, hundsa vilja meirihluta þjóðarinnar og halda uppteknum DO-hætti = tala niður til fávísa skrílsins af fullum hroka.
Ætli undrun- og hiss-ismi sé nýjasti atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna í dag?
Ég er hvorki hissa né undrandi. Ég er hins vegar bæði reið & sorgbitinn yfir að vera hvorki hissa né undrandi lengur yfir ráðherrum þessa lands.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli