þriðjudagur, 11. nóvember 2008

UMSKA

Föstudagskvöld borðaði ég indæla rækjunúðluhumarsoðssúpu hjá Unni Maríu. Myndarlegi maðurinn kom til okkar síðar um kvöldið og við flatmöguðum í sjónvarps-deninu, fengum popp að hætti Unnar og horfðum á athyglisverða mynd.
Laugardagskvöldið komu Unnur & Arna í mat í Samtúnið. Við drukkum doldið af hvítvíni, tókum slatta af myndum, hlustuðum á næntís tónlist, fórum í næntís-þrítugsafmælið hans Haffa & enduðum svo niður í bæ.
Sunnudagskvöldið fór ég með myndarlega manninum á Unglist í Norræna Húsinu. Dagskráin var fjölbreytt & skemmtileg. Ásta myndarlegamannsdóttir spilaði listilega vel með tríóinu sínu. Fífilbrekkan var sungin í útsetningu Sigvalda Kaldalóns sem mér þótti sérstaklega gaman að heyra, þar sem hún er verulega frábrugðin útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem ég er að æfa þessa dagana.

En ég gerði líka hluti sem ég átti ekki að gera. Og gerði ekki hluti sem ég hefði átt að gera.
Ég fór í göngutúr til að fá rok í andlitið á mér, en rokið var mun meira en ég átti von á, göngutúrinn endaði á öðrum stað en ég ætlaði, og ég fékk meira en bara rok í andlitið.


Það er gott að eiga góðar vinkonur til að hlægja með



en það er ekki síður gott að eiga vinkonur, sem þrátt fyrir að þekkja veikleika manns og asna-sköft, nenna samt að bulla með manni

Engin ummæli: