mánudagur, 17. nóvember 2008

rottu-svipurinn

Ég eeelska þessa mynd af PétriEiginlega get bara ekki litið á hana án þess að springa úr hlátri. Er viss um hún á eftir að reynast mér mikill gleðigjafi í margar, margar, margar vikur. Svona ekki ósvipað og myndin af Gus heitnum. Hún er tekin meðan við biðum eftir meindýraeyðinum að sækja 1 stk. rottulík heima hjá mér, og mér finnst auðvita tilvalið að segja að Pétur hafi sett svipinn upp við það að sjá rottuna. Sannleikurinn er þó sá að Pétur var að sannfæra mig um að nota aðra myndavél, sem hann segir að sé betri en mín, m.a. vegna þess hversu fljót hún er að smella af. Hann vildi endilega ég tæki mynd af sér til að prufa og setti, eins og klárlega sést, allann sinn sjarma í myndatökuna. Það sem mig þó grunar er að hann sjálfur hafi ekki verið búinn að átta sig á hversu helvíti snögg vélin er að smella. Enda nota ég hana eingöngu hér eftir.

Engin ummæli: