sunnudagur, 16. nóvember 2008

ÁM

Í Morgunblaðinu í dag, nánar tiltekið á bls. 54, er mynd af skellihlægjandi dýralækni. Ég varð hálf hissa yfir þessu og fussaði um það við kærastann, að ég skildi ekki alveg af hverju hann væri svona rosalega glaður, hann hlyti að hafa það svo mun betur en við hin í miðjum efnahags-hamförunum. Síðan las ég pistilinn hans og þá skildi ég þetta. Hann er nefnilega að tala um nýjasta brandarann. Jú, þennann glænýja þarna til bjargar heimilunum. Ekki skrýtið þó hann hlægi greyið. 

Engin ummæli: