þriðjudagur, 22. mars 2011

VARÚÐ! VÆMNI!

Myndarlegi maðurinn fór passalaus erlendis í morgun í vél sem ber heitið Katla. Mamma var fljót að bjóða 36 ára stelpunni sinni í kvöldmat; "ertu ekki bara ein að rolast?" - vantaði bara greyið mitt aftan við. Við Hjalti, sem annars erum tvö að rolast væntanlega, vorum því bæði í mat hjá mömmum okkar í kvöld. Ég fékk kjötsúpu, Hjalti fékk hamborgara.

Ég er einmanna þegar sá myndarlegi er í útlöndum. Mér finnst húsið vera tómlegt og þó ég geti hæglega dundað mér við ýmislegt, eins og t.d. að blogga og fara í mat til mömmu, þá vantar mig sárlega nálægðina við ástina mína. Ég sakna hans þegar við erum ekki saman. Já, við erum svo viðbjóðslega ástfangin og hamingjusöm að viðkvæmir gætu auðveldlega gubbað yfir væmninni. Mér er slétt sama. Hjarta mitt hoppar af kæti yfir sætu sms-unum og fallegu féspóstunum sem ég hef fengið frá ástinni minni í dag. Og hjarta mitt hlakkar til að fá myndarlega manninn minn aftur heim.

11 ummæli:

Haukur sagði...

Awww

Frú Sigurbjörg sagði...

Helduraðsé ástand á manni!

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á ást og væmni mín kæra. Takk fyrir stuðninginn. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Ást er ómetanleg og oftast góð ;)
kv Íris Gísla

Nafnlaus sagði...

Frú Sigurbjörg þú ert yndisleg manneskja. Var að frétta að mín biði kort heima. Takk takk. Guðlaug Hestnes

Nafnlaus sagði...

Þú ert viðbjóðsleg manneskja. Helst rotta af eitthverjari tegund

Lífið í Austurkoti sagði...

Mér finnst alveg yndislegt hvað þú ert einlæg og segir frá ástinni sem þið deilið með ykkur. Betur að fleiri, mikið fleiri gætu tjáð sig svona.
Mikið verður gaman þegar hann kemur aftur, óska ykkur góðra endurfunda.

Frú Sigurbjörg sagði...

Gulla; gangi þér vel mín kæra og stuðningurinn er auðsóttur, minnsta sem ég get gert að fylgjast með, reyna að hvetja þig áfram með orðum og senda hlýja strauma.
Íris; sammála: )
Þórunn; takk! Mér finnst ég bara svo lánsöm að fá að upplifa ástina og njóta.

Og já, nafnlaus; reyndu að leita þér hjálpar, mér sýnist þér ekki veita af.

Valný sagði...

Er þessi nafnlausa ekki bara skotin í ástinni þinni og svona brjálæðislega afbrýðisöm. Ég mundi allavega halda það ;o)

Kveðja Valný gamla skólasystir þín

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér finnst yndislegt að lesa um hamingju annarra-guð einn veit að við þurfum á hamingjunni að halda.

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir innlitið og kveðjuna Valný, gamla skólasystir : ) Ég verð að viðurkenna að þín kenning hafði flögrað um hug mér..

Ég fæ bara ekki nóg af hamingjunni og óska henni öllum til handa, enda svo sammála þér Svanfríður að öll þurfum við á henni að halda.