miðvikudagur, 23. mars 2011

Að vild.

Komst að því í morgun að fésbókarvinur minn hefur slitið vinartengslin við mig. Fésbókarvinskapur sem annars fór ekki sérlega mikið fyrir, en var að öðru leyti farsæll. Í raunheimum vorum við ekki það sem myndi kallast nánir vinir, en við höfum ákveðna tengingu við hvort annað og höfum ávalt sýnt hvort öðru vinsemd. Ég finn að mér er létt yfir þessari ákvörðun fésvinar míns. Maki hans virðist hafa horn í síðu minni, horn sem ég var fyrir margt löngu síðan farin að finna potið af, og virðist hafa fengið að vaxa og dafna upp í furðulega óvild mér til handa. Óvild sem réð sér ekki til að mynda síðast er makinn neyddist til að eiga samskipti við mig gegnum símtækið, óvild sem sá sér ekki fært að sýna lágmarks kurteisi sem við fullorðið fólk teljum okkur þó flest búa yfir, þar sem mér var hvorki heilsað né ég kvödd, aðeins skellt á mig eftir stutt erindi.

Ekki veit ég hvað ég hef makanum til miska gert, annað en að vera ég og lifa mínu 36 ára gömlu lífi, jafn ástfangin og hamingjusöm sem ég er. Ég samgleðst fólki sem tekur ákvarðanir í sínu lífi og stendur með þeim. Fésbókarvini mínum fyrrverandi og maka hans vil ég segja; "Live long and prosper."

Engin ummæli: