fimmtudagur, 31. mars 2011

Óvinsamleg athugasemd

Í gær kl. 17:49 dundaði e-r sér við að skrifa eftirfarandi athugasemd til mín við síðustu bloggfærslu minni;
"Þú ert viðbjóðsleg manneskja. Helst rotta af eitthverjari tegund"

Ég sjálf tók mér orðið viðbjóðsleg í munn til að lýsa væmni minni, sem er hrein skírskotun í orð sem ég hef séð skrifuð til að lýsa væmni annara. Gubbið var einnig skírskotun í orð sem ég hef séð skrifuð til að lýsa viðbrögðum við væmni annara. Mér er enn slétt sama um fólk sem þolir ekki væmni og hamingju annara, en mér ekki slétt sama um að sjúk mannvera sé að senda mér slíka athugasemd. Eins og heiglum er háttur er athugasemdin að sjálfsögðu nafnlaus. Sá/sú sem hatar mig svona mikið hefur auðvitað ekki kjark til að gera slíkt undir nafni og koma hreint fram fyrir dyrum. Gott og vel.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er ég, og ég er ánægð með og sátt við sjálfa mig. Ég er lukkunnar pamfíll sem nýt alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða; einlægrar ástar og mikillar hamingju.

9 ummæli:

Bogga sagði...

hvurslags djöfulls anskotans dónaskapur er í fólki og hvern anskotann er það að þvælast inná blogg hjá fólki sem að því greinilega líkar ekki við eingöngu til að niðurlægja sjálft sig - hneyksli og ekkert annað!!!
það er ekkert að því að vera væmin og það er jú mun betra að geta tjáð sig um tilfinningar sínar en gera það ekki :)

kv. Bögga

Nafnlaus sagði...

sérhver er nú rottan...þessi skrif lýsa mikilli afbrýðissemi og greinilega lágu sjálfsmati sem ég veit mín elskuleg að hrjáir þig ekki :O) kossar og knús stóra siss :O)

Frú Sigurbjörg sagði...

Nákvæmlega Bögga! það er e-ð verulega sjúkt við svona hatur og hömluleysi.
Bogga siss; takk og knús til baka.

Íris sagði...

Nú er ég hlessa, skil ekki svona heigulshátt. Finnst þetta óeðlilegheit segi ekki meir, ef þessari manneskju líkar svona illa við hvers vegna í ósköpunum er hún þá að eyða orku í að lesa bloggið þitt, maður spyr sig.

Kv Íris Gísla

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ætli manneskjan sé ómeðvitað að lýsa áliti sínu á sjálfri sér? Að láta svona út úr sér!

haffi sagði...

Látu skoða ip töluna á þeim sem var að posta þessu og þaðan gætirðu rekið þig á hvaða vesæla sál gerði þetta.

ella sagði...

Ég tel ekki verulegar líkur á að viðkomandi hati einn eða neinn, heldur hallast ég að því að þetta sé af svipuðum hvötum og veggjakrot og álíka sóðaskapur. Fólk fær einhvers konar útrás við að gera eitthvað sem það myndi ekki gera ef það teldi að sæist til þeirra.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Ellu, mér virðist þetta mjög ópersónulegt og tel þetta vera sjúkan leik, líklega krakka. Ég myndi nú samt eyða þessu út, jeminn hvað ég myndi ekki vilja hafa svona hjá mér. Kristín.

Frú Sigurbjörg sagði...

Íris; góður punktur, manneskjan hlýtur að finna margt annað skemmtilegra að dunda sér við í hinum ógnarstóra rafheimi en litla bloggið mitt.

Svanfríður; manneskjan getur varla verið með stórt eða gott sjálfsmat..

Haffi; ég er búin að finna út úr ip-tölunni, hvert er næsta skref?

Ella; mjög athyglisverður punktur hjá þér.

Kristín; eins og mér brá við að sjá þetta hjá mér þá fæ ég mig ekki til þess að stroka þetta út, finnst e-n að þessi orð eigi að standa ein sjúkleg og þau eru, enda skrifuð... hugsanlega sjúkleiki af minni hálfu að finnast það...

Þið öll í húbba; TAKK : )