sunnudagur, 20. mars 2011

Að njóta er nautn

Hugsanlega það eina góða við að vinna mikið er að meta upp á nýtt hversdagsleikann, eins og að komast heim í mat og jafnvel elda mat, setja í vél og brjóta saman þvott, hanga á netinu eða lesa í bók, hafa heilt kvöld til að hangsa með ástinni og hlusta á malið í kettinum.

Í morgun svaf ég út, drakk morgunkaffið í rólegheitum á náttkjólnum, las Í húsi Júlíu, labbaði maskaralaus í kulda og snjó á Köttinn með þeim Gráa, kíkti í bókabúð, bakaði köku, lagði mig, fékk góða gesti, skoðaði skattaskýrsluna mína. Þrátt fyrir þriggja sek. óþægindainnskots í daginn hef ég notið hverrar mín. Og er enn að. Ætla að leggjast baðmjúk í Pétursfaðm á grænum sófa og halda áfram að njóta frídagsins míns.

Engin ummæli: