föstudagur, 18. mars 2011

Hef sl. 2 vikur

dundað mér við að vinna 10 - 15 klstunda vinnudag, virka daga sem og helgar. Sá myndarlegi hefur dundað sér við að skanna myndir úr gömlu albúmi sem vakið hafa gleði, furðulega frjústrasjón, meinfýskátínu og grímufellingu.

Sá myndarlegi hótaði að byrja að skanna gamlar filmur ef ég hætti ekki að vinna langt fram á kvöld. Þess vegna hætti ég snemma í gær, kl. fimm. Fór í Bónus í fyrsta skipti í tvær vikur og naut þess að elda kjúklingarétt frá Suður afríku með pírð augu af þreytu (heima, ekki í Bónus). Hlakkaði til að hjúfra mig í Pétursfaðmi á grænum sófanum, en fyllti þess í stað 2 stóra poka af leppum og skarti. Ekki hægt að neita svo gott sem fermdri systurdóttur um ráð varðandi átfitt og hár fyrir eighties-ball í félagsmiðstöðinni. Kom kltíma eftir miðnættið í heitan faðminn.

Eydís lætur ekki að sér hæða.

Engin ummæli: