föstudagur, 30. janúar 2009

SBA

Það er skrýtin tilfinning að taka til í tölvunni "sinni" eftir 4,5 ár.
Það er líka skrýtin tilfinning að vera sagt upp, þó ástæðan sé ekki "persónuleg".
Bakpokinn minn er líka þyngri en venjulega eftir tiltektina í skrifborðinu "mínu".

Gott að geta labbað beint héðan í tíma með undirleikaranum og fá hálftíma söng-þerapíu.
Í kvöld ætla ég síðan að elda góðann mat, drekka gott rauðvín og halda upp á þetta allt saman með myndarlega manninum.

Engin ummæli: