sunnudagur, 18. janúar 2009

Mót-mæli

Eftir mótmælin á Austurvelli í gær fór ég í útskriftarveislu bróður míns. Þar var maður sem hélt því fram að mótmælin væru tilgangslaus; hann hefði heyrt allar ræðurnar, það væri sífellt verið að nota sömu ræðumenn, uppástóð að Lárus Páll Birgisson hefði þegar talað 3-4 sinnum á Austuvelli og hvatt til ofbeldis. Maðurinn var með þetta allt á hreinu. Samt hafði hann aðeins mætt á 2 fundi. Af 15. Annar maður í veislunni fannst mótmælin líka tilgangslaus; hann heldur því fram það skipti ekki máli hvort eða hvenær við kjósum, við fáum bara það sama. Þessi maður hefur aldrei mætt á mótmælin. Enda hlýtur það að segja sig sjálft að meðan þú-hann-hún-við-þið gerum ekki neitt, þá einmitt gerist nákvæmlega ekki neitt.

Ég er annars afskaplega stolt af litla bróður mínum, sem útskrifaðist frá Háskóla Reykjavíkur í gær. Mér fannst Arndís Hulda dásamleg á útskriftartónleikunum sínum. Poppið í Háskólabíó var gott með fallega útsýninu í Refnum & barninu, og það var notalegt að sötra bjór með myndarlega manninum í notalega sófanum á Café Rosenberg á leiðinn heim.

Engin ummæli: