miðvikudagur, 10. desember 2008

MSL

Magga systir mín á afmæli í dag. Í uppvextinum vorum við bara systur. Í dag er hún kær vinkona mín líka. Fyrir um 1,5 ári síðan tók hún sig til og flutti með fjölskylduna til Danmerkur. Núna fæ ég allar bökunar-ráðleggingar í sms-i. Ég er enn að reyna að venjast því að geta ekki skroppið í kaffi til hennar. Mig nefnilega vantar hana oft og ég sakna hennar mjög mikið.

Ég var svo lánsöm að geta heimsótt þau tvisvar á árinu. Í seinna skiptið hitti ég þau í París og fór í yndislegt ferðalag með þeim. Í garðinum í Versölum náði ég þessari flottu mynd af tánnum hennar.

Engin ummæli: