fimmtudagur, 11. desember 2008

Mannréttindi

Fór á tónleika Amnesty í Hafnarhúsinu í gær. Í gær voru 60 ár liðin síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna var gefin út. Tónleikarnir voru reglulega skemmtilegir, ekki síst vegna mikillar fjölbreytni í dagskránni. Tilefnið er göfugt en eins og ræðan við lok tónleika minnti á, er enn langt í land að mannréttindi séu virt víða um heim. Verulega sorgleg og ljót staðreynd. Mannréttindum verður að halda á lofti, ekki síst í löndum þar sem menn hafa það gott.

Svo verð ég að segja Tómasi að Ave Maria í útsetningu Sigvalda Kaldalóns var flutt af tenór, fiðlu-, selló- og píanóleikara. Mér fannst það gaman og varð hugsað til þín.

Engin ummæli: