fimmtudagur, 3. júlí 2008

Brettið

Eftir að hafa dundað sér við tiltekt og þrif allann daginn, ásamt því að bjóða foreldrum sínum, börnum og mér upp á góðann mat, dreif hjásvæfan straubrettið fram í stofu, stillti því upp fyrir framan sjónvarpið, og réðst á krumpaða skyrtubunkann sem hafði beðið hógvær í doldið langann tíma. Ég veit fátt leiðinlegra en að strauja enda á ég hvorki straubolta né straubretti. Vil helst ekki eiga flíkur sem krumpast mikið. Ég var þó ákveðin í að fylgjast vel með myndarskapnum hjá hjásvæfunni og ætlaði mér að sjálfsögðu að dást þessi heljarinnar ósköp að honum. Þegar hann var búinn að strjúka yfir kragann – sem hann byrjar á – fann ég strax að straujun er jafn óspennandi og yfirþyrmandi leiðinleg þó maður standi ekki í því sjálfur. Þegar hann var búinn með helming var þolinmæði mín á þrotum og ég spurði með örlítilli óþreyju í röddinni hvort hann gæti ekki flýtt sér, ég væri nefnilega að skrifa bréf og þó hann væri vissulega myndarlegur þá bara hefði ég ekki tíma fyrir þetta stúss.

Ef ég skyldi ekki vera búin að blogga það upphátt þá er hjásvæfan mín yndislegur maður. Hann lét sér því nægja að brosa sínu blíðasta og rumpaði skyrtufjandanum af.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Mikið er ég sammála þér Katla mín enda ef það er eitthvað sem þarf að komast undir straubolta hér þá sér Arnór um það eða því verður hreinlega hent ;)

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég er svo heppin að ekki bara tekur Pétur sig ágætlega út við straubrettið heldur hendir hann aldrei neinu - ég gæti því að öllum líkindum hæglega fengið hann til að strauja fyrir mig, sér í lagi ef ég segist að öðrum kosti þurfa að fleygja flíkinni ; )