miðvikudagur, 23. júlí 2008

Líflátin

Í nótt dreymdi mig að systir mín hefði verið dæmd til dauða. Hún skyldi hálshöggvin fyrir ósiðsamlegt athæfi. Draumurinn hófst þar sem hún beið í varðhaldi ásamt 2 öðrum konum.
Ég var að allann tímann við að kanna hvað hefði gerst og hvernig væri hægt að sanna annað og breyta dómnum. Ég rakst á margar hindranir, varð vör við hvað aðrir voru passífir og vildu ekki vera með neinn mótþróa og ég varð sjálf að láta í minnipokann á endanum. Ekki bara dreymdi mig að ég hefði verið viðstödd aftökuna skv. hennar ósk heldur hélt draumurinn svo langt að mig dreymdi líf mitt eftir hana líka.
Þetta var einn af þessum draumum sem virðast standa yfir alla nóttina. Ég vaknaði um 2 leytið en hvarf strax til draumsins þar sem frá var horfið og var enn að dreyma er ég vaknaði, dauðþreytt.
Hvernig er hægt að dæma 3 konur til lífláts fyrir að hafa sagt eða gert einhvað sem öðrum þykir ósæmandi.

Þar sem ég lá varla vöknuð og heilinn ekki farinn að skynja mikið meira en faðmlag hjásvæfunnar, varð mér hugsað til þess að þessi fáránlegi draumur minn er því miður staðreynd í lífi of margra kvenna í heiminum í mörgum mismunandi myndum.

Ég hins vegar er svo lánsöm að vera kona á Íslandi, þar sem mín eymd felst í besta falli í krepputali og afborgunum af húsnæðisláni.

Engin ummæli: