miðvikudagur, 9. júlí 2008

Kjölur

Við Unnur María vorum mættar á BSÍ sl. föstudag til að fara með áætlunarbíl SBA norður Kjöl. Kjölur er skemmtileg leið, altjént í glampandi sólskini, og ekki skemmdu fjörugar og athyglisverðar samræður við Ingjald bílstjóra fyrir.
Urður og Ragnar eru höfðingjar heim að sækja og við Unnur vorum dekraðar í mat og drykk.
Fengum einkaleiðsögn safnstjóra um Iðnaðarsafn Akureyrar sem er mjög athyglisvert. Borðuðum pizzur með kartöflumús og pepperoni annars vegar og nautakjöti, frönskum og Bernais sósu hins vegar. Borðuðum á verönd veitingastaðarins Strikinu með fallegt útsýni yfir höfnina, rómantísku gargi máfa yfir höfðum okkar og dáðumst að sjortara-borðinu í lyftunni. Kynntum okkur næturlíf Akureyringa. Tókum ákvörðun seint á Laugardagskvöldi um að dissa áætlunina til baka deginum eftir og húkka okkur bara far í bæinn.
Sem betur fer beilaði ég á þeirri hugmynd og reif mig á fætur. Hafði það mjög heimilislegt í framsætinu hjá Jóni Jaka með sokkaklæddar bífurnar út í framrúðunni, og þakkaði fyrir út í bláinn hvað heilsan væri góð.


Það er fátt sem toppar góðann félagsskap – áhyggjulaust frí – stuttann kjól á sólskindegi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En þið heppnar að fá svona fínt veður norður Kjöl. Veður hefur allt að segja í svona ferðum svo yndislega landið okkar fái sem best notið sín.
Kær kveðja frá gömlu í Kópavoginum

Frú Sigurbjörg sagði...

Þakka þér kveðjuna Ragna og gaman að "sjá" þig hér aftur:)
Landið okkar er svo sannarlega fallegt og þegar veður er gott, skiptir í sjálfu sér ekki hvaða landshluta maður er í.
Við vinkonurnar áttum litla sem enga minningu um Kjöl, enda landslags- og náttúruhrifningin lítið farin að láta kræla á sér í barnæsku. Við vorum því einstaklega heppnar að fá þetta blíðviðri í farteskið.