Eins og ég hef þegar bloggað um þykir mér afskaplega vænt um töluna þrettán. Ekki bara fyrir að ég sjálf sé fædd þrettánda, ég hef líka töluvert af góðu fólki í kringum mig sem fætt er þrettánda. Dagurinn í gær var sérstakur fyrir það að tveir góðir vinir mínir deila þessum afmælisdegi.
Lindu Rós kyntist ég fyrir heilmörgum árum í Hagkaup sem var okkar sameiginlegi vinnustaður. Það hefur verið sérstaklega gaman að fylgja henni Lindu minni, sem þrátt fyrir að hafa bætt á sig árum - eins og við gerum víst öll - og orðin móðir og eiginkona, þá er alltaf eins að hitta hana – alltaf yndisleg, geðgóð, traust og vinur vina sinna. Samverustundirnar mættu gjarnan vera fleiri, en með svona góðann og hlýjann vin í farteskinu er ekki hægt að kvarta.
Guðmundur var áður sambýlismaður minn og elskhugi – lét það yfir sig ganga að vera kynntur sem hjásvæfa fyrstu 2 árin en varð maðurinn minn eftir það. Ég hef ekki fyrr haldið vinskap við “fyrrverandi” en ég er afskaplega ánægð með þennann. Þrátt fyrir að sambúð okkar hafi ekki lukkast er ekki hægt að líta fram hjá því, að Guðmundur er yndislegur drengur með stórt hjarta. Mér þykir gott að halda áfram að þykja vænt um hann og eiga hann sem einn af mínum betri vinum.
Eins og besta vinkona mín orðaði það: hvaða vit er í því að auka í óvinahópnum – miklu skemmtilegra að stækka vinahópinn.
1 ummæli:
Sammála þér kæra vinkona :)
Skrifa ummæli