Þær nætur sem ég vermi ból hjásvæfunnar á ég það til að snúsa minn eiginn vekjara á morgnana, þar til Morgunútvarpið er farið að hljóma í vekjaranum hans.
Einn af þessum morgnum dreif ég mig fussandi á lappir eftir að hafa hlustað á þáttastjórnendurna lýsa því yfir – í kjölfar slyss þar sem ung stúlka beygði hjólandi fyrir bíl, hjálmlaus og með Ipod í eyrunum – hversu hættulegt það væri fyrir gangandi og hjólandi að vera með þessa Ipoda í eyrunum.
Ég fer langflestar mínar leiðir fótgangandi – ég er þessi með stóra svarta Adidas pokann á bakinu sem rúmar auðveldlega 3 rauðvínsflöskur – ég er alltaf með Ipod í eyrunum. Bara svo þið hafið ekki áhyggjur af mér þá nota ég nebbla alltaf AUGUN á ferðum mínum til að horfa vel í kringum mig – sér í lagi áður en ég fer yfir götu.
2 ummæli:
Jeminn eini.. Er mín bara byrjuð að blogga..
Og mikið var segi ég og skrifa, þar sem þú ert með orðheppnasta fólki sem ég þekki :) hahahhaa
Snilldin ein..
Hjásvæfa.. bakpoki, rauðvín.. hmm.. Damm hvað við verðum að fara að hittast stelpa :)
Kveðjur úr Nafla Alheimsins.. :)
Ég var svo sem ekki með nein plön uppi um blogg - leiddist svo svakalega í vinnunni og enginn á msn-inu á þeim tímapunkti sem nennti að eyða tíma með mér.
Ekki slæmt að fá fyrsta komentið frá túttunni sjálfri:)
Skrifa ummæli