mánudagur, 30. júní 2008

Raunveruleikinn


Ójá – sl. vika var nákvæmlega svona ljúf.

Viðurkenni reyndar að keyrslan frá Skagafirði yfir á Klaustur var doldið löng, en sveittur borgari á Skúlabúllu og hraðasekt á við farmiða til útlanda var þó alveg til að bæta það upp.
Stóð við það að dunda mér við morgunsopann – pískuðum drengjunum út í daglegum gönguferðum – tíðar ferðir í Kjar-val í vatnsblöðruinnkaupum – miðdegislúr á hverjum degi – kom kapalkeppni í gang við hjásvæfuna og skemmti mér konunglega við að hafa yfirhöndina – lét mér ekki nægja að kíma innra með mér yfir Virgli litla hans Ole Lund Kirkegaard, heldur hló upphátt þá klstund sem það tók mig að lesa bókina – heiti potturinn var ráðgáta sem leystist á síðasta degi; lét hann alveg eiga sig þær klstundir sem hann var skítkaldur, en lét mig hins vegar hafa það meðan hann var rétt tæpar 45°, og náði mér í nokkur skipti í viskhendur fyrir vikið – rúsínan í pylsuendanum voru svo frábærir tónleikar á Kirkjuhvoli með Sigurði Flosasyni og Bláu Skuggunum.

Ekki bara er ég aftur tengd við netheima heldur beintengd við raunveruleikann – mætti til vinnu í morgun á slaginu 08:00. Ætla jafnframt að labba héðan út á slaginu 17:00

Engin ummæli: