föstudagur, 13. júní 2008

Þrettán

Mér hefur alltaf þótt vænt um töluna þrettán – hugsanlega þar sem ég er fædd 13. og það er samhljóða álit okkar pabba að 13 sé happatala.
Mér hefur líka lengi þótt vænt um föstudaga – eftirvænting eftir helgi byrjar eiginlega strax um morguninn þegar maður hefur sig á lappir, með þá vissu í huganum að loksins sé nú föstudagurinn runninn upp.
Mér þykir þess vegna sérsataklega skemmtilegt þegar Föstudagurinn 13. sýnir sig – enda verð ég víst seint talin hjátrúafull. Hins vegar í tilefni dagsins ætla ég að bjóða bestu vinkonu minni í mat til mín - án efa rekum við nefin út á eftir viðbúnar því að lenda í ævintýrum.

Engin ummæli: