fimmtudagur, 16. mars 2017

Pissublaut

Í vinnunni í dag hellti ég yfir mig glasi af vatni. Óviljaverk en engu að síður vandaði ég mig til verksins. Hellti öllu vatninu beint í kjöltuna á mér þannig að svo virtist sem ég hefði pissað á mig. Allt í lagi svo sem, sit við skrifborð megnið af deginum og þarf ekkert að vera að glenna kjöltuna á mér framan í menn eða mýs. Nema hvað, það var ekkert sérstaklega þægilegt að vera svona hundblaut. Þess fyrir utan varð mér skítkalt á lærunum.

Er búin að baka tvær eplakökur, þrífa kattadallinn og vaska upp. Líka búin að koma mér vel fyrir uppí sófa, í þurrum buxum og ætla að halda áfram að lesa í bók sem hefst á þessum orðum;
"Ég hef klárað sjálfsmorð dóttur minnar."

Legg ekki meira á ykkur að sinni.

Engin ummæli: